Hafdís Bjarnadóttir 17.08.1977-

Hafdís Bjarnadóttir tónskáld og rafgítarleikari fæddist árið 1977. Hún nam rafgítarleik við Tónlistarskóla FÍH frá árunum 1995-2002 hjá Þórði Árnasyni, Birni Thoroddsyni, Hilmari Jenssyni og Jóni Páli Bjarnasyni. Þaðan lauk Hafdís kennaraprófi í rytmískri tónlist vorið 2001 og árið eftir burtfararprófi á rafgítar frá sama skóla. Sama ár kom út geisladiskurinn Nú hjá Smekkleysu með tónlist hennar í flutningi eigin hljómsveitar. Sú plata þótti brúa landamæri milli ýmissa tónlistarstefna, þ.á.m. djass, rokks, þjóðlaga, endurreisnartónlistar og nútímatónlistar. Í desember 2009 kom svo út önnur sólóplata Hafdísar í svipuðum dúr, Jæja, og sem fyrr leitast Hafdís við að blanda saman ólíkum hljóðfærum og stefnum. Vorið 2007 lauk Hafdís BA prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands þar sem hún lærði hjá Atla Ingólfssyni, Hildigunni Rúnarsdóttur og Úlfari Inga Haraldssyni. Síðastliðið sumar lauk Hafdís mastersprófi í tónsmíðum frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn þar sem hún nam tónsmíðar hjá Hans Abrahamssen, Bent Sørensen, Niels Rosing Schow og Hans Peter Stubbe Teglbjerg. Auk þess hefur Hafdís fengið tilsögn í tónsmíðum hjá Sir Peter Maxwell Davis og Simon Bainbridge.

Af vef Tónlistarskóla Árbæjar 2013.


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, tónlistarkennari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.11.2013