Jón Aðalsteinn Þorgeirsson 22.07.1955-

<p>Jón Aðalsteinn hóf sitt tónlistarnám hjá Agli Jónssyni klarínettleikara. Síðar stundaði hann nám hjá Sigurði I. Snorrasyni við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og útskrifaðist þaðan 1978. Jón Aðalsteinn lauk einleikaraprófi frá Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Wien árið 1985 og naut þar m.a. tilsagnar Pr. Horst Hajeks og Pr. Alfred Prinz. Að námi loknu hefur hann starfað sem hljóðfæraleikari hér á landi m.a. flutt verk fyrir klarínett og píanó á fjölda tónleika hér á landi og erlendis. Hann hefur leikið fyrir Kammermúsikklúbbinn, Háskóla Íslands í Norræna húsinu, komið fram í tónlistarröðinni Tónlist fyrir alla, svo og á tónleikum Tíbrár í Salnum í Kópavogi. Jón Aðalsteinn hefur leikið með Sinfoníuhljómsveit Íslands, Íslensku hljómsveitinni, Hljómsveit íslensku Óperunnar og leikhúshljómsveitum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins.</p> <p>Jón Aðalsteinn hlaut starfslaun listamanna 1994 og 1996. Hljómdiskurinn Klarínett/Píanó með Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara kom út árið 1997 en tvöfaldur safndiskur, Klarínett 50 með íslenskri og erlendri tónlist kom út 2014 og tilnefndur var til íslensku tónlistarverðlaunanna það ár. Auk tónlistarstarfa hefur Jón Aðalsteinn kennt við ýmsa tónlistarskóla frá árinu 1985, m.a. Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Skólahljómsveitir Reykjavíkur. Hann hefur gefið út námsefni fyrir tónlistarnemendur, „Sönglögin okkar“ 100 íslensk sönglög fyrir strengja-og blásturshljóðfæri , útgefið 2008 og nú síðast „MelodiNord“ 100 norræn þjóðlög, fyrir sömu hljóðfæraskipan, árið 2013.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettukennari og klarínettuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.05.2018