Kolbeinn Þorsteinsson 1731-1783

Stúdent frá Skálholtsskóla 12. október 1746 með ágætis vitnisburði. Fékk Sandfell í Öræfum, Skaft. án þess að sækja um það og var þar árin 1757-1759, aðstoðarprestur á Gilsbakka í Hvítársíðu, Mýr. 1759-1765 og síðast að Miðdal í Laugardal, Árn. frá 1765 til dauðadags. Sagður skarpvitur og iðjusamur, listamaður, hugvitssamur og skáldmæltur, Lést úr holdsveiki.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 367.

Staðir

Sandfellskirkja Prestur 1757-1759
Gilsbakkakirkja Prestur 1759-1765
Miðdalskirkja Prestur 1765-1783

Erindi


Prestur

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014