Auðunn Jónsson 13.07.1770-08.08.1817

Stúdent 1791 frá Reykjavíkurskóla eldra 1791. Vígðist aðstoðarprestur föður síns að Mosfelli í Mosfellssveit 10. desember 1797 og fékk prestakallið 24. nóvember 1798 en skipti á því og Reynisþingum við sr. Markús Sigurðsson en fluttist aldrei þangað heldur skipti aftur við sr. Sigurð Ögmundsson á Reynisþingum og Krossþingum 14. apríl 1802. Veitt Selvogsþing 29. maí 1811 en fór ekki þangað og fékk skipti á Krossþingum og Landsþingum 1. október sama ár. Fluttist að Stóru-Völlum og drukknaði í Ytri-Rangá, einn á ferð. Hann var gáfumaður og ágætur kennimaður, fjörmaður mikill, hestamaður, snar og frækinn, hraustur að afli og glímumaður ágætur en mjög hneigður til drykkju.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 107-8.

Staðir

Mosfellskirkja Aukaprestur 10.12.1797-1798
Mosfellskirkja Prestur 24.10.1798-1801
Krosskirkja Prestur 14.04.1802-1811
Fellsmúlakirkja Prestur 01.10.1811-1817

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.01.2014