Hinrik Hinriksson 08.09.1809-01.04.1867

Prestur. Tekinn í Bessastaðaskóla 1829 en eignaðist barn með konu þeirri er hann síðar átti. Varð stúdent utanskóla frá Bessastaðaskóla1833. Tekinn á heimili rektors en eignaðist þar barn í lausaleik. Fékk uppreisn 1838 og vígðist aðstoðarprestur að Hólum. Fór sem aðstoðarprestur í Mælifell. Fékk Bergsstaði 1847. Þar eignaðist hann tvö börn í lausaleik og kenndi öðrum. Fékk Skorrastað 12. mars 1858 og hélt til æviloka. Fékk gott orð, var smiður, hagmæltur, greiðvikinn, læknir en drykkfelldur mjög á síðari árum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 349-49.

Staðir

Skorrastarðakirkja Prestur 1858-1867
Bergsstaðakirkja Prestur 1847-1858
Hóladómkirkja Aukaprestur 09.05.1839-1840
Mælifellskirkja Aukaprestur 1840-1847

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.05.2018