Þórarinn Óskarsson 31.05.1930-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Óskar Jakobsson, búfræðingur og bóndi í Holti í Ásum, Torfalækjarhr., A.-Hún., f. 24. sept. 1892 í Hún., d. 28. ágúst 1935, og k. h. Ingibjörg Jóninna Þórarinsdóttir, f. 17. okt. 1903 á Hjaltabakka, Torfalækjarhr., d. 7. nóv. 1994.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk námi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1948 og stundaði nám við Námsflokka Reykjavíkur 1947-1948; sótti einkatíma hjá Birni R. Einarssyni 1947, Albert Klahn 1947-1949, Wilhelm Lanzky-Otto 1950, Victor Urbancic 1949-1950 og Róbert A. Ottóssyni 1951.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var básúnuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1954; lék með hljómsveit Árna Ísleifssonar á Hótel Borg 1974-1975; hljómsveit Karls Jónatanssonar 1979-1980 og í Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar 1999-2000; lék með eigin danshljómsveit við og við 1949-1955; með eigin hljómsveit og öðrum í klúbbum á Keflavíkurflugvelli 1956-1961 og hefur leikið samfellt með Lúðrasveit Reykjavíkur 1949-2000; starfaði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1954-2000, deildarstjóri frá 1961; stofnandi og forstjóri vátryggingaumboðsins á Keflavíkurflugvelli SF 1965-2000 (hafði áður umboð fyrir Hagtryggingu hf og síðar Sjóvá-Almennar tryggingar hf).</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 251. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Iðnskólinn í Reykjavík Nemandi -1948

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar Básúnuleikari 1999 2000
Hljómsveit Árna Ísleifssonar Básúnuleikari 1974 1975
Hljómsveit Karls Jónatanssonar Básúnuleikari 1979 1980
Sinfóníuhljómsveit Íslands Básúnuleikari 1950 1954

Skjöl


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.01.2016