Jón Ásgeirsson 04.08.1740-09.06.1810

Prestur. Stúdent 1763 frá Skálholtsskóla. Vígðist aðstoðarprestur föður síns í Dýrafjarðarþingum 3. ágúst 1766, fékk Dýrafjarðarþing eftir hann í september 1772, fékk Sanda 16. maí 1783 og Holt í Önundarfirði 19. júlí 1796 og hélt til æviloka. Var prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu frá 1783 til æviloka. Biskup sagði hann ágætlega lærðan, kennimaður var hann góður, viðfelldinn og vel metinn en þó þótti kveða um að drykkfelldni hans og jafnvel konu hans.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 54.

Staðir

Mýrakirkja Aukaprestur 03.08.1766-1772
Mýrakirkja Prestur 1772-1783
Sandakirkja Prestur 16.05.1783-1796
Holtskirkja Prestur 19.07.1796-1810

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.07.2015