Jón Þórðarson (dettir og hoki) 1676 um-1755

Prestur fæddur um 1676. Stúdent skömmu fyrir 1700. F'ekk Sanda 7. febrúar 1708. Var kærður fyrir embættisafglöp 1719 en ekkert varð úr. Síðla árs 1734 var hann svo drukkinn við messugerð að hann féll á kórgólfið og var kallaður "dettir" eftir það. Sagði af sér prestskap 8. maí 1735 til að sleppa við málssókn. Var engu að síður dæmdur. Fluttist að Hokinsdal og bjó þar til æviloka. Vel gefinn og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 307.

Staðir

Sandakirkja Prestur 07.02.1708-1735

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.04.2017