Þorkell Arngrímsson 1629-05.12.1677

Prestur. Lærði í Hólaskóla. Fór til Hafnar og lagði þar stund á guðfræði, læknisfræði og náttúrufræði. Dvaldist í Noregi og lagði stund á lækningar og námurannsóknir enda fékk hann styrk frá konungi til málmrannsókna á Íslandi. Fékk Garða á Álftanesi 18. desember 1658 og hélt til æviloka. Vel gefinn og prýðilega að sér, talinn ágætur læknir, hélt lækningadagbók. Drykkfelldur nokkuð.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 144-45.

Staðir

Garðakirkja Prestur 1658-1677

Erindi


Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014