Jón Ólafsson 25.02.1963-

Jón varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1982. Píanóleik nam hann m.a. hjá þeim Þorsteini Haukssyni, Ásgeiri Beinteinssyni, Selmu Guðmundsdóttur, Kristni Gestssyni, Carli Möller, Bert van der Brink og Halldóri Haraldsson.

Frá árinu 1990 hefur Jón verið meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Auk þess er hann stofnandi Bítlavinafélagsins, Sálarinnar hans Jóns míns og Possibillies. Jón hefur verið starfandi tónlistarmaður frá árinu 1986 auk þess að starfa við fjölmiðla.

Hann var einn af frumherjum Rásar 2 þegar hún fór í loftið 1. desember 1983 og stjórnaði nokkrum vinsælum útvarpsþáttum. Má þar nefna Létta spretti og Létta ketti. Á Bylgjunni stjórnaði hann svo um hríð þættinum Léttir blettir. Jón var eitt sinn stjórnandi sjónvarpsþáttarins Poppkorns í RUV og lék á píanó í þættinum Á elleftu stundu. Þættir hans; Af fingrum fram, voru á dagskrá RUV í þrjá vetur og hlaut Jón Edduverðlaunin eftir fyrsta veturinn. Jón stjórnaði þættinum JÓN ÓLAFS veturinn 2006-2007 og aftur hlaut hann Edduna. Hann hafði og umsjón með þættinum ALBÚMIÐ á Rás 1 árin 2012-2013 ásamt Kristjáni Frey Halldórssyni ...

Textinn er af Tónlist.is 2013 – sjá einnig vefsíðu Jóns.

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1982

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Bítlavinafélagið Hljómborðsleikari 1986-01
Nýdönsk Lagahöfundur og Hljómborðsleikari 1990
Sálinni hans Jóns míns Hljómborðsleikari 1988-02 1988-09

Tengt efni á öðrum vefjum

Dagskrárgerðarmaður, fjölmiðlamaður, hljómborðsleikari, lagahöfundur og nemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.02.2016