Ingjaldur Jónsson 23.05.1739-18.03.1832

<p>Prestur. Stúdent 20. maí 1760 frá Hólaskóla. Tók guðfræðipróf frá Hafnarháskóla 1763 og kom þá aftur til landsins. Vígðist aðstoðarprestur sr. Björns á Grenjaðarstað og gegndi prestakallinu eftir lát hans . Varð síðan aðstoðarprestur sr. Jóns Þorleifssonar í Múla og fékk prestakallið eftir hann 29. október 1776 og hélt til æviloka. Hann þótti góðmenni, frækinn, vel gefinn og vel að sér, manna liprastur í hvívetna, snjall í embættisverkum en jafnan fátækur enda drykkfelldur til muna, vel hagmæltur og ýmislegt hefur varðveist eftir hann á Landsbókasafni.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 398. </p>

Staðir

Grenjaðarstaðakirkja Aukaprestur 27.05. 1764-1776
Múli Aukaprestur 29.10. 1776-1804
Múlakirkja í Aðaldal Prestur 29.10.1776-1804

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.10.2017