Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 22.7.1955-

<p>Aðalsteinn Ásberg ólst upp á Öndólfsstöðum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1974 og stúdentsprófi frá sama skóla tveimur árum seinna. Hann stundaði nám í íslensku við Háskóla Íslands veturinn 1976-1977. Hann lagði stund á tón- og leiklist og sótti ennfremur námskeið í kvikmyndahandritagerð og leikritun.</p> <p>Frá 1980 hefur Aðalsteinn helgað sig ritstörfum og tónlist. Hann hefur skrifað ljóðabækur og barnabækur auk þess að þýða verk erlendra höfunda. Fyrsta verk hans var ljóðabókin Ósánar lendur sem kom út árið 1977. Aðalsteinn Ásberg var einn af frumkvöðlum tónlistarfélagsins Vísnavina og var í hljómsveitinni Hálft í hvoru. Hann hefur einnig gefið út tónlistarefni fyrir börn ásamt eiginkonu sinni Önnu Pálínu Árnadóttur sem nú er látin.</p> <p>Aðalsteinn Ásberg var framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda 1988-1998, forseti Nordisk Populærautor Union 1993-1995 og formaður Rithöfundasambands Íslands 1998 - 2006.</p> <p align="right">Af vefnum Bókmenntir.is 2013.</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1976
Háskóli Íslands Háskólanemi 1976-1977

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hálft í hvoru Söngvari og Gítarleikari 1981

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.02.2016