Jakob Óskar Jónsson 28.10.1940-

<p>... „Til að hafa eitthvað fyrir stafni í þessum þrálátu meiðslum fékk ég mér trompet og lærði á hann hjá Viðari Alfreðssyni og Birni Guðjónssyni. Þannig hófst tónlistarferillinn.“</p> <p>Fyrsta „giggið“ var svo 1. desember 1958 en þá kom Jakob fram með hljómsveit sem hann rekur ekki minni til að hafi heitið neitt sérstakt. Meðal sveitarmeðlima var Guðmundur nokkur Ingólfsson píanóleikari en þeir Jakob áttu síðar eftir að koma mikið fram saman.</p> <p>Spurður hvort hann hafi ekki verið á unglingsaldri á þessum tíma horfir Jakob undrandi á blaðamann. „Nei, nei, ég var átján ára!“</p> <p>Einmitt. Það voru aðrir tímar.</p> <p>Fljótlega eftir þetta gekk Jakob til liðs við hljómsveit frá Hvolsvelli en söngvari hennar var enginn annar en Haraldur Sigurðsson, helmingurinn af Halla og Ladda. Jakob hafði hins vegar ekki verið lengi í sveitinni þegar Halli ákvað að freista gæfunnar í útlöndum. „Þá var mér bara sagt að syngja.“ ...</p> <p align="right">Úr viðtali við Jakob í Morgunblaðinu 4. janúar 2009, bls. 14-15.</p> <p>Á ferlinum söng Óskar m.a. með Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1961-1963), Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar, á Borginni með Jóni Páli og Steina Crupa og loks með eign hljómsveit um 1969, Hljómsveit Jakobs Jónssonar.</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Jakobs Jónssonar Söngvari og Trompetleikari 1969

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.10.2020