Guðrún Waage -02.12.1898

Meðal hinna fyrstu kvenna sem hér komu fram sem einsöngvarar var Guðrún Waage, dóttir Eggerts Waage kaupmanns í Reykjavík og konu hans Kristínar Sigurðardóttur, stúdents á Stóra-Hrauni, Sivertsens. Hún var systir Jens Waage bankastjóra og leikara. Vorið 1894 kom Guðrún fram á tónleikum hjá „Söngfélaginu 14. janúar“ sem Steingrímur Johnsen stjórnaði, söng þar fjögur einsöngslög og auk þess tvísöng með Steingrími. Segir Árni Thorsteinson að hún hafi haft mikla og fagra sópranrödd og verið nýkomin heim frá söngnámi í Danmörku þegar þetta var. Guðrún Waage mun hafa dáið ung og giftist ekki.

Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1986, bls. 4.

Heimildir varðandi Guðrúnu eru heldur fátæklegar á netinu. Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi birti eftirfarandi 11. nóvember1898 undir yfirskriftinni Mannalát:

10. sept. dó í Reykjavik húsfrú Kristin Waage, kona stúdents Eggerts Waage, sem fyrrum var kaupmaður í Reykjavík. – Hún var dóttir merkishjónanna Sigurðar stúdents Sigurðssonar á Stóra-Hrauni og Höllu Jónsdóttur. – Börn þeirra hjóna, sem upp komust, voru: Sigurður Waage, kaupmaður í Reykjavík, Jens, lögfræðisnemi við háskólann, Kristín, er átti Helga factor Jónsson í Borgarnesi, Guðrún og Halla, báðar ógiptar. – Húsfrú Kristín Waage, sem ritstjóri blaðs þessa kynntist á uppvaxtarárum sínum, var merk og skynsöm kona, einkar vel að sér í kvennlegum hannyrðum, stjórnsöm húsmóðir, og ástrík móðir og eiginkona.

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður

Þorsteinn Jóhannesson uppfærði 27.02.2016