Áskell Másson 21.11.1953-

<p>Áskell Másson hóf fyrst nám í klarinettleik við Tónmenntaskóla Reykjavíkur en lærði síðan á slagverk í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hann í London hjá Patrick Savill (tónsmíðar) og James Blades (slagverk). Á árunum 1973 til 1975 starfaði hann við Þjóðleikhúsið sem tónskáld og hljóðfæraleikari Íslenska dansflokksins og 1978 til 1983 var hann fulltrúi á tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Síðan þá hefur Áskell helgað tónsmíðum allan sinn tíma. Meðal helstu verka hans má nefna óperuna Klakahöllina, sinfóníuna Sinfonia Trilogia og sex einleikskonserta.</p> <p align="right">Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns – tónleikaskrá 15. júlí 2003.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Náttúra Slagverksleikari 1972-01

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarmaður , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.11.2015