Snorri Jónsson 17.öld-

Prestur. Fæddur um 1640?. Stúdent 1665 frá Skálholtsskóla. Vígðist 25. júní 1665 aðstoðarprestur föður síns, sérstaklega til að þjóna Hóli í Bolungarvík, fékk veitingu fyrir Eyri 1668 en naut hennar stutt því árið eftir missti hann prestskap vegna barneignar með prestsdóttur í grenndinni. Fékk ekki uppreisn eftir það. Hann hefur látist fyrir 1710 og síðast vitað af honum 1703.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 303.

Staðir

Eyrarkirkja Aukaprestur 25.06.1665-1668
Eyrarkirkja, Skutulsfirði Prestur 1668-1669

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019