Steinþór Kristjánsson 18.01.1931-13.04.2021

Steinþór Kristjáns­son fædd­ist 18. janú­ar 1931 í Geira­koti, Sand­vík­ur­hreppi. Hann lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Foss­heim­um á Sel­fossi 13. apríl 2021. Steinþór ólst upp í Geira­koti og byggði síðan hús við Foss­heiði 3 á Sel­fossi og bjó þar allt þar til hann flutti á hjúkr­un­ar­heim­ilið Foss­heima á Sel­fossi árið 2014. Hann vann öll venju­leg sveita­störf og var á vertíð fyrst á Stokks­eyri og síðar í Njarðvík­um og Þor­láks­höfn. Eft­ir það eignaðist hann vöru­bíl og vann sjálf­stætt sem vöru­bíl­stjóri alla starfsæv­ina. Steinþór hafði ein­læg­an áhuga á tónlist, söng í kór­um og sótti tón­leika og söng­skemmt­an­ir þegar færi gafst. Heimild: Morgunblaðið 28. apríl 2021.

Viðtöl

Skjöl


Vörubílstjóri

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 28.04.2021