Jón Stefánsson (Jónsi) 05.07.1946-02.04.2016

Jón fæddist í Vogum í Mývatnssveit og ólst upp þar í sveit. Foreldrar hans voru Stefán Sigfússon og Jóna Jakobína Jónsdóttir, sem bæði eru látin. Jón hélt ungur til náms í Reykjavík og lauk kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1965 og kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 1966. Þá var hann tveimur árum fyrr kominn til starfa við Langholtskirkju, þangað sem hann var ráðinn organisti og kór- stjóri árið 1964, aðeins sautján ára gamall. Hann starfaði við kirkjuna alla tíð og fagnaði 50 ára starfsafmæli sínu þar árið 2014. Á löngum ferli sínum var hann driffjöðrin í tónlistarstarfi sem vakti athygli víða. Söngur og starf Kórs Langholtskirkju hefur verið rómað, en einnig starfaði Jón mikið með börnum og unglingum og stjórnaði kórum þeirra.

Jón stundaði framhaldsnám við tónlistarskóla erlendis og auk starfa við Langholtskirkju, sinnti hann kennslu við grunnskóla, guðfræðideild Háskóla Íslands og víðar. Þá gegndi hann ýmsum félagsstörfum og kom sömuleiðis að uppfærslu verka í leikhúsum, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum...

Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 4. apríl 2016, bls. 8.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1965
Tónskóli Þjóðkirkjunnar Tónlistarnemandi -1966

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.05.2016