Finnur Eydal 25.03.1940-16.11.1996

<p>Finnur fæddist á Akureyri, sonur Harðar Ólafs Eydal mjólkuriðnaðarmanns og Pálínu Eydal Indriðadóttur húsfreyju.</p> <p>Hörður var sonur Ingimars Eydal, kennara og ritstjóra Dags á Akureyri, Jónatanssonar. Móðir Ingimars ritstjóra var Sigríður Jóhannesdóttir, sonardóttir Gríms græðara á Espihóli.</p> <p>Móðuramma Pálínu var Rósa Jónsdóttir, fædd í Hvammi í Fáskrúðsfirði Árnasonar, bróður Helgu, móður Steinunnar, ömmu Eysteins ráðherra og Jakobs sóknarprests Jónssona.</p> <p>Eftirlifandi eiginkona Finns er Helena Eyjólfsdóttir, fædd 23. janúar 1942, dægurlagasöngkona.</p> <p>Bróðir Finns var Ingimar heitinn Eydal, hljómsveitarstjóri, kennari og einn ástsælasti tónlistarmaður Akureyrar. Annar albróðir Finns er Gunnar Eydal, fyrrv. skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur.</p> <p>Finnur hóf ungur tónlistarnám, lauk einleikaraprófi á klarinett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og prófi í prentiðn frá Iðnskólanum á Akureyri.</p> <p>Finnur var alhliða tónlistarmaður frá 16 ára aldri, lék um áratuga skeið með ýmsum hljómsveitum, s.s. hljómsveit bróður síns, Ingimars Eydal, með hljómsveit Svavars Gests, Atlantic kvartettinum og var með eigin danshljómsveit í mörg ár. Þá starfaði hann í prentsmiðju Björns Jónssonar, var feldskeri hjá SÍS og var klarínett- og saxófónkennari við Tónlistarskólann á Akureyri frá 1981 til dánardags.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 24. mars 2016, bls. 27</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn á Akureyri Saxófónkennari 1981-1996

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Atlantic-kvartettinn Klarínettuleikari og Saxófónleikari
Tríó Finns Eydal Saxófónleikari 1962

Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettukennari , klarínettuleikari , prentari , saxófónkennari , saxófónleikari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.12.2016