Gísli Brynjólfsson 23.6.1909-04.05.1987

Prestur. Stúdent frá MR 1930, Cand. theol. frá HÍ 9. júní 1934. F'ekk styrk til náms við Ridley Hall í Cambridge veturinn 1935-36. Settur sóknarprestur í Kirkjubæjarklaustursprestakalli 3. september 1937, vígður 19. september sama ár. Settur prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi 29. nóvember 1952. Leysti af tímabundið í Mosfellsprestakalli og Laugarnesprestakalli meðfram sínu aðalstarfi í landbúnaðarráðuneytinu sem hann tók við er hann fékk lausn frá prests- og prófastsembætti árið 1963.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 354

Staðir

Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 03.09. 1937-1963

Skjöl


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.10.2018