Eygló Dóra Davíðsdóttir 05.02.1988-

<p>Eygló Dóra Davíðsdóttir er fædd 1988 og hóf að læra á fiðlu fimm ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur og síðar Auði Hafsteinsdóttur. Samhliða menntaskóla stundaði hún nám við Listaháskóla Íslands, en eftir þriggja ára nám þar flutti hún til Berlínar og sótti einkatíma í fiðluleik hjá Stephan Picard prófessor. Nú nemur hún við tónlistarháskólann í Lübeck hjá Elisabeth Weber prófessor. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum víða um Evrópu, hjá listamönnum eins og Nikolaj Znaider, Thomas Brandis og Sigurbirni Bernharðssyni.</p> <p>Árið 2006 tók Eygló Dóra þátt í keppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands; Ungir einleikarar og hlotnaðist í kjölfarið að leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún er virkur kammermúsíkant, hefur leikið með Mendelssohn Kammerorchester í Leipzig, Bach sveitinni í Skálholti og Strengjasveitinni Skark, og komið fram á hátíðum eins og Brahms-festival í Lübeck og Tónlistarhátíð unga fólksins. Hún er lausráðinn fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 27. júlí 2010.</p>
Fiðluleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.10.2013