Ólafur Kjartan Sigurðarson 24.09.1968-

Ólafur Kjartan nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni, við Royal Academy of Music í London og við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, en þaðan lauk hann meistaraprófi sumarið 1998. Hann er fastráðinn söngvari við Íslensku Óperuna 2001-2003.

Ólafur hefur sungið í fjölmörgum óperum hér heima og erlendis og má nefna sem dæmi Töfraflautuna, La Boheme, Lucretia svívirt, Rodelinda, Carmen, Dóttur hersveitarinnar, The Ballad of Baby Doe, Jónsmessunæturdraum, Brúðkaup Fígarós, Xerxes, Cosi van tutte, Don Giovanni og La Duenna.

Önnur viðfangsefni Ólafs Kjartans hafa verið Stabat Mater eftir Dvorak, nokkrar kantötur, óratoríur og passíur Bachs, sálumessurnar eftir Mozart og Fauré, Messías eftir Handel, Rejoice in the lamb eftir Britten, Messa di gloria eftir Puccini, Stabat mater og La Petite messe solennelle eftir Rossini, Nicolai, Theresia, Nelson-messa og Sköpunin eftir Haydn.

Einnig hefur Ólafur Kjartan komið fram á fjölda tónleika í Bretlandi, Frakklandi og á Íslandi. Hann hefur komið fram í Glasgow Royal Concert Hall með Royal Scottish National Orchestra og á tónleikum í St. Martin-in-the-Fields í London. Að auki hefur hann komið fram í BBC Radio Scotland.

Textinn er af vef Söngsveitarinnar Fílharmóníu 2013.

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Konunglegi tónlistarakedemían í London Háskólanemi -
Konunglegi tónlistarháskólinn í Skotlandi Háskólanemi -1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016