Árni Þórarinsson 20.01.1860-03.02.1948

<p>Prestur í Miklaholti 1886-1934. Prófastur í Snæfellsnesprófastsdæmi frá 1916. Prófastur í Miklaholti í Miklaholtshreppi, og á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi. Prófastur á Stóra-Hrauni, Kolbeinsstaðasókn, Hnapp. 1930. Fékk lausn frá embætti 6. mars 1934. Fróður og vel lesinn í sögu og bókmenntum. Ævisaga hans var sögð af sjálfum Þórbergi Þórðarsyni, rithöfundi. Afkastamikill á ritsviðinu.</p> <p align="right">Íslendingabók 26. júlí 2014.</p> <p>Árni fæddist að Götu, Ytrahreppi, Árnessýslu. Hann var kominn af þjóðkunnum bænda- og embættismannaættum austur þar. Föður sinn missti Árni ungur og á unglingsárum fluttist hann hingað til Reykjavíkur, en móðir hans bjó þá hjer og greiddi fjölmennum barnahóp veg til þroska og menntunar við þröngan fjekost. Árni gekk í Latínuskólann og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1884. Tveim árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði og í september 1886 vígðist hann til Miklaholtsprestakalls í Hnappadalssýslu, en þar þjónaði hann svo alla sína embættistíð, allt til ársins 1934, er hann fjekk lausn fyrir aldurs sakir. Prófastur í Snæfellsness- og Hnappadalsprófastsdæmi var hann frá 1923-34. Hann gegndi auk þess margháttuðum trúnaðarstörf um vestra, var hreppsnefndaroddviti og sýslunefndarmaður um margra ára skeið. Hann kvæntist árið 1894 eftirlifandi konu sinni, Elísabetu Sigurðardóttur frá Skógarnesi, hinni mestu ágætiskonu, og eignuðust þau 11 börn, sem öll eru á lífi. Þau hjón ráku myndarlegan búskap og bjuggu lengst á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi. Nokkru eftir að sr. Árni ljet af embætti fluttust þau hjón hingað til Reykjavíkur og eftir það var sr. Árni hjer til æfiloka ...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Mogunblaðinu 13. febrúar 1948, bls. 5.</p>

Staðir

Miklaholt Prestur 1886-1934

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Oddviti , prestur , prófastur og sýslunefndarmaður

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.11.2014