Ingvar Jónasson 13.10.1927-25.12.2014

<p><strong>Foreldrar:</strong> Jónas Tómasson, kennari, bóksali og tónskáld á Ísafirði, f. 13. apríl 1881 á Hróarsstöðum í Fnjóskadal, Hálshr., S.-Þing., d. 9. sept. 1967, og k. h. Anna Ingvarsdóttir, f. 8. apríl 1900 á Ísafirði, d. 6. okt. 1943.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Gekk í Gagnfræðaskóla á Ísafirði; lauk iðnskólanámi og sveinsprófi í prentiðn á Ísafirði 1947 og lauk námi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947; lauk burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1950 og ARCM-prófi frá Royal College of Music í London, Englandi 1953; Sótti einkatíma hjá Ernst Morávek í Vínarborg 1955-1957 og námskeið og víólutíma í Bloomington í Bandaríkjunum 1964-1967.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var fiðlu- og víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 1950, 1953-1955, 1957-1972 og 1989-1996; 1. víóluleikari í Malmö Symfonieorkester í Svíþjóð og kennari við Musikhögskolan þar 1972-1981; 2. víóluleikari í óperuhljómsveitinni í Stokkhólmi, Kungliga Hovkapellet, 1981-1989; kennari í fiðluleik, víóluleik, kammermúsík og strengjasveitarleik á Íslandi 1957-1972 og 1989-1996; hefur verið kennari á tónlistarnámskeiðun á Íslandi, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð síðan 1970; hefur leikið einleik og kammertónlist á fjölda tónleika í ýmsum Evrópulöndum, m.a. frumflutt fjölda nýrra verka á öllum starfsferli sinum: var frumkvöðull að stofnun Sinfóniuhljómsveitar áhugamanna 1990 og aðalstjórnandi síðan; starfaði við prenrverk á sumrin á sjöunda áratugnum og rak um skeið eigin prentsmiðju í Kópavogi; var einnig um tíma leiðsögumaður erlendra ferðamanna.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 205-206. Sögusteinn 2000.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1950
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Tónlistarnemandi -1953

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Stjórnandi 1990 2005
Sinfóníuhljómsveit Íslands Víóluleikari 1950 1996

Viðtöl

Skjöl


Fiðluleikari , leiðsögumaður , prentari , stjórnandi , tónlistarkennari , tónlistarnemandi og víóluleikari

Uppfært 22.01.2016