Brynjólfur Bjarnason 24.12.1785-05.10.1850

Prestur. Stúdent úr Bessastaðaskóla 1809 með meðalvitnisburði. Vígðist 30. október 1811 aðstoðarprestur í Hítarnesi, fékk Miklaholt 16. júlí 1823 og lét þar af prestskap. Fluttist að Bjarnarhöfn og andaðist þar. Var rammur að afli, glíminn, harðgeðja, talinn vitur og mikilmenni en þó eigi trúmaður!

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 273.

Staðir

Hítarneskirkja Aukaprestur 30.10.1811-1823
Miklaholtskirkja Prestur 16.07.1823-1845

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.11.2014