Jóhann Bergsveinsson 1753-14.12.1822

Prestur. Stúdent 1778 frá Skálholtsskóla. Fékk Árnes 18. júlí 1780 en fékk leyfi til að þjóna Garpsdal veturinn 1780-1781, tók við Árnesi 10. júní 1781, fékk Brjánslæk 12. júní 1793 og Garpsdal 10. nóvember 1815 og hélt til æviloka. Hann var ekki mikill kennimaður, stirðróma en stundaði vel starf sitt, þrályndur, nokkuð þrasgjarn og því ekki vel liðinn af öllum, iðjumaður en drykkfelldur og nokkuð kvenhollur framan af.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 19-20.

Staðir

Garpsdalskirkja Prestur 1780-1781
Árneskirkja - eldri Prestur 10.06.1781-1793
Brjánslækjarkirkja Prestur 12.06.1793-1815
Garpsdalskirkja 1815-1822

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.04.2015