Halla Steinunn Stefánsdóttir 16.09.1975-

Halla Steinunn nam fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og Det Kongelige Danske Musikkonservatorium þaðan sem hún útskrifaðist 2001. Sama ár hlaut hún Fulbright styrk og hélt til náms á barokkfiðlu við Indiana University - School of Music í Bloomington undir leiðsögn Stanley Ritchie og útskrifaðist þaðan með P.D. gráðu árið 2004.

Halla Steinunn hefur komið fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum og hefur lagt ríka áherslu á að panta og frumflytja nýjar tónsmíðar. Hún hefur hljóðritað fyrir Ríkisútvarpið og Samband Evrópskra Útvarpsstöðva og leik hennar er að finna á geisladiskum frá Smekkleysu, musmap og Brilliant Classics. Halla hefur haldið fyrirlestra bæði erlendis og hér heima, kennt hljóðfærabókmenntir við Listaháskólann og hún stjórnar þættinum Girni, grúsk og gloríur á RÚV, Rás 1. Hún hlaut starfslaun listamanna 2009 og 2011.

- - - - -

Halla Steinunn studied modern violin at the Reykjavík College of Music and the Royal Danish Academy of Music, where she completed her postgraduate degree. After receiving a Fulbright Grant, she moved to the U.S. to specialize in baroque violin performance at Indiana University - School of Music with Prof. Stanley Ritchie. She received her P.D. degree in 2004.

Halla Steinunn has appeared in concerts and at festivals on both sides of the Atlantic Ocean. She has commissioned and premiered various compositions and has recorded for Icelandic and European Broadcasting Services. Her playing is featured on CDs from Bad Taste Records, Musmap, and Brilliant Classics. Her other activities include teaching performance practice at the Iceland Academy of the Arts, giving lectures on music, and producing radio programs. She received Icelandic Artists' Salary in 2009 and 2011, and among upcoming projects is a recording of works by Icelandic female composers.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 3. júlí 2012.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Nordic Affect Fiðluleikari 2005

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari, tónlistarkennari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2015