Einar Jónsson 1725-1774

Stúdent frá Skálholtsskóla 1745. Varð djákni á Skriðuklaustri . Vígðist 23. maí 1748 að Vogsósum en lét af prestskap þar 1752. Hann varð aðstoðarprestur í Gaulverjabæ um þriggja ára skeið sem og Stokkseyri og þjónaði öllu prestakallinu 1755-6. Hann fékk síðan Ólafsvelli og hélt til dauðadags. Hann lést úr holdsveiki.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 368.

Staðir

Strandarkirkja Prestur 23.05.2748-1752
Gaulverjabæjarkirkja Aukaprestur 1752-1755
Stokkseyrarkirkja Aukaprestur 1752-1755
Gaulverjabæjarkirkja Prestur 1755-1756
Stokkseyrarkirkja Prestur 1755-1756
Ólafsvallakirkja Prestur 1756-1774

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.05.2018