Kristrún Hallgrímsson (Kristrún Tómasdóttir Hallgrímsson, Kristrún Tómasdóttir Benediktsson) 07.06.1878-18.09.1959

<p>Í grein í Vísi 19. apríl 1942 eftir Theódórs Árnasonar, <i>Fyrir þrjátíu árum: Þáttur úr tónlistarsögu Reykjavíkur</i>, segir á bls. 4 að einungis Sigríður Einarsson, Valborg Einarsson og frk. Kristrún Hallgrímsson hafi haft það góð tök á píanólek í Reykjavík um 1910 að þær hafi getað tekið þátt í samleik.</p> <blockquote>Kristrún Hallgrímsson (síðar Benediktsson) var fædd 1878, dóttir Tómasar læknis Hallgrímssonar og konu hans, sem áður var nefnd, Ástu Júlíu Guðmundsdóttur á Eyrarbakka Thorgrímsens. Kristrún kom iðulega fram á tónleikum í Reykjavík sem píanóleikari, undirleikari með söngvurum og þátttakandi í samleik, allt frá aldamótum, og stundaði síðan lengi kennslu í píanóleik. Hún giftist Árna Benediktssyni kaupmanni. Kristrún andaðist 1959.</blockquote> <p align="right">Íslenzkar konur í tónlist. Jón Þórarinsson. Lesbók Morgunblaðsins. 24. desember 1986, bls. 4.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.07.2015