Jóhann Þórólfsson 1699-11.01.1771

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1730. Vígðist 6. maí 1735 að Gufudal. Hann missti prestskap 1753 fyrir of bráða barneign með síðari konu sinni. Fékk uppreisn 1756. F'ekk Garpsdal 20. maí 1758 og hélt til æviloka. Harboe gaf honum mjög lélegan vitnisburð að öllu leyti enda fékk hann áminningu um að rækja embætti sitt betur framvegis. Hann var fríður sýnum, hraustmenni að burðum, söngmaður góður, talinn hagorður þótt ekkert sé til eftir hann, drykkfelldur mjög.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 31. </p>

Staðir

Gufudalskirkja Prestur 06.05.1735-1753
Garpsdalskirkja Prestur 20.05.2758-1771

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.04.2015