Þorsteinn Einarsson 1755-20.03.1826

<p>Prestur fæddur 1755 eða 56. Stúdent frá Skálholtsskóla 1776 og varð efstur með mjög góðum vitnisburði. Tók heimspekipróf frá Hafnarháskóla 1783. Varð hermaður í danska hernum en leystur út. Var hérlendis sumarið 1784 og gegndi svo kennarastörfum í Danmörk þar til hann kom til landsins 1787. Fékk leyfi konungs, 1797, til þess að kvænast konu sem áður hafði eignast barn í lausaleik. Vígður aðstoðarprestur að Helgafelli en fór ekki vel með þeim félögum og flosnaði hann upp 1812. Settur 2. júní 1712 til þess að gegna Útskálum og Hvalsnesi og gegndi til vors 1813. Fékk Staðarhraun 17. mars 1822 og hélt til æviloka. Talinn vel gefinn maður en auðnulítill, drykkfelldur og mjög fátækur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 199-200.</p>

Staðir

Helgafellskirkja Aukaprestur 05.01.1806-1812
Útskálakirkja Prestur 02.06.1812-1813
Hvalsneskirkja Prestur 02.06.1812-1813
Staðarhraunskirkja Prestur 17.03.1822-1826

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.03.2015