Einar Sæmundsson Einarsen 18.11.1792-15.05.1866

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1814 með góðum vitnisburði. Fékk Þingvelli 22. september 1821, Setberg í Eyrarsveit 15. mars 1828 og varð prófastur í Snæfellsnessýslu, fékk svo Stafholt 31. kanúar 1855 og hélt til æviloka 1866. Var prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár frá 1860 og til dauðadags. Var talinn vel gáfaður en nokkuð ölkær á seinni árum. Ræðumaður góður og hagorður. </p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 385. </p>

Staðir

Þingvallakirkja Prestur 22.09.1821-1828
Setbergskirkja Prestur 15.03.1828-1855
Stafholtskirkja Prestur 31.01.1855-1866

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.05.2014