Ólafur Jóhannsson 01.07.1959-

Prestur. Stúdent frá MR 1978, cand. theol. frá HÍ 26. júní 1982. Próf í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá félagsvísindadeild HÍ haustið 1986. Skipaður skólaprestur á vegum Kristilegrar skólahreyfingar frá 1. júní 1982 og vígður 31. maí sama ár. Lét af því starfi 31. desember 1985. Settur sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykjavík frá 1. september 1988 til 1. ágúst 1989. Settur sóknarprestur í Víðistaðakirkju 1. október 1993 til 30. júní 1994: Settur sóknarprestur í Laugarneskirkju frá 1. maí 1994 til 30. júní 1997.Skipaður prestur í Grensássókn 1. nóvember 1997.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 678-79

Staðir

Neskirkja í Reykjavík Prestur 01.09.1988-01.08.1989
Víðistaðakirkja Prestur 01.10.1993-30.06.1994
Laugarneskirkja Prestur 01.05.1994-1997
Grensáskirkja Prestur 20.05.1997-

Prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.12.2018