Sigurður Sigurjónsson 08.09.1913-03.0.2005

Sigurður ólst upp í Heiðarbót og stundaði þar búskap með föður sínum til ársins 1944 er hann fluttist til Húsavíkur. Þar var hann rútubílstjóri, vörubílstjóri og leigubílstjóri í mörg ár. Sigurður var um tíma stundakennari í söng í Barnaskóla Húsavíkur á árunum 1940 til 1960 og var húsvörður í Barnaskóla Húsavíkur á árunum 1961 til 1985. Hann var einnig ökukennari á Húsavík með öðrum störfum.

Sigurður hafði alla tíð mikið yndi af söng og það var mikið sungið á bernskuheimili hans í Heiðarbót. Söng hann ásamt bræðrum sínum og föður í Karlakór Reykhverfinga um árabil meðan fjölskyldan bjó enn í Heiðarbót. Einnig sungu þeir feðgar saman í kvartett sem kom víða við á söngskemmtunum. Ungur að árum tók hann til við að semja lög og útsetja og samdi hann fjölmörg lög um æfina. Eftir að hann fluttist til Húsavíkur söng hann í Kirkjukór Húsavíkur og Karlakórnum Þrym. Hann tók við kórstjórn í Þrym 1951 og stjórnaði honum allt fram til 1969. Síðar stjórnaði hann kór eldri borgara á Húsavík.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 11. júní 2005, bls. 45.

Staðir

Barnaskólinn á Húsavík Söngkennari 1940-1960
Barnaskólinn á Húsavík Húsvörður 1961-1985

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Þrymur Stjórnandi 1951 1969

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014