Teitur Jónsson -18.10.1815

Prestur fæddur um 1742. Stúdent frá Skálholtsskóla 1766, skráður í Hafnarháskóla og var þar í 11 ár. Lagði einkum stund á málfræði og heimspeki og varð baccalaurus 1770. Mun hafa verið nokkuð óreglusamur. Vígðist 17. október 1779 millibilsprestur að Gaulverjabæ, fékk Ögurþing 22. júlí 1782, fékk Kvennabrekku 1810 og hélt til æviloka en hann varð bráðkvaddur á leiðinni að Helgafelli. Vel gefinn en gætti sín eigi jafnan vel.

Staðir

Gaulverjabæjarkirkja Prestur 17.10.1779-1782
Ögurkirkja Prestur 22.07.1782-1810
Kvennabrekkukirkja Prestur 1810-1815

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.04.2015