Einar Árnason 07.06.1910-16.06.2000

<p>Fæddur í Winnipeg 1910. Faðir (f. 1880) ólst upp á Vatnsleysuströnd, ættaður í föðurætt úr Borgarfirði og af Suðurlandi í móðurætt. Kom 21 árs til Kanada. Móðir kom sex ára til Kanada, ættuð úr Borgarfirði í móðurætt. Faðir hennar var úr Reykjavík. Einar er giftur íslenskumælandi konu og þau hjón nota íslensku töluvert. Þau búa í Winnipeg og hafa mikið samband við fólk af Íslandi auk þess sem Einar tekur mikinn þátt í félagsstarfi Íslendinga. Einar hefur komið nokkrum sinnum til Íslands. (Því miður vantar framan á upptöku, kaflann um æsku Einars).</p> <p>Sjá nánar í <i>Vestur-íslenskar æviskrár</i> 6. bindi, bls. 7-11.</p> Einar var fæddur í Winnipeg 7. júní 1910 og lést í sömu borg 16. júní 2000. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Einarsdóttur Sæmundsen, f. á Leirá í Borgarfjarðarsýslu 1884, og séra Guðmundar Árnasonar, prests í Winnipeg, f. í Munaðarnesi í Mýrasýslu 1880. Einar lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Manitobaháskóla 1937. Hann var verkfræðingur hjá CNR í Winnipeg og Toronto 1937-1939. Herþjónustu gegndi hann 1939-1945, lengst af á Englandi. Hann vann í fyrstu að húsnæðismálum hersins, síðar við rannsóknir og tilraunir með eldvörpur og loks stjórnaði hann skóla er kenndi hernaðarverkfræði. Hann hlaut majorstign 1941 og var seinna gerður ofursti. Hann var sæmdur Order of the British Empire af Georgi VI fyrir uppfinningar lútandi að vopnagerð. Eftir styrjöldina vann hann tvö ár hjá Power and Mine Supply í Winnipeg. Síðan stofnaði hann fyrirtækið Plaxlab Products, sem er plastverksmiðja, og bjó t.d. til auglýsingaskilti. Einar var í vináttufélagi innfæddra og annarra þjóðfélagshópa og var hann heiðraður fyrir störf í þágu indíána í Winnipeg. Skóli og leikskóli var settur á stofn og einnig búð, þar sem munir unnir af indíánum voru til sölu. Um tíma vann Þóra í búðinni. Einar var í framkvæmdaráði Mt. Carmel-spítalans, hjálparstofnun barna og tengdur lögreglu Winnipeg og nágrennis. Hann var virkur í Framfaraflokknum (Progressive Conservative) og bauð sig fram 1973. Fyrir sjálfboðavinnu var hann sæmdur orðu, þegar sambandsríkið Kanada var 125 ára. Þóra og Einar greiddu veg íslenskra námsmanna í Winnipeg á 6. og 7. áratugnum af rausn, dvöldu margir á heimili þeirra í langan tíma. Einar var ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu í 14 ár. Þóra og Einar giftust 27. janúar 1940. Kjördætur þeirra eru 1) Yvonne Leigh, f. 13. janúar 1941, gift Edward Rose í Winnipeg. Þeirra börn eru Kristiana og Andrew. 2) Jan Elizabeth, f. 13. janúar 1949, gift Barry Krentz í Toronto. Þeirra börn eru Darien, Cary og Aron.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

37 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF Ég var að biðja þig um að lýsa fyrir mér þessum sjúkdómum? Ég var að hugsa um, það er nú kannski ekk Einar Árnason 44653
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF Svo við hlaupum nú yfir í annað. Ég er að hugsa um dagleg störf þarna uppfrá, hvernig vinnutíma hefu Einar Árnason 44654
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF Geturðu sagt mér svoldið frá árstíðunum, hvað þær eru langar og hvenær þær byrja? sv. O, það var, þ Einar Árnason 44655
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF En geturðu þá sagt mér frá helstu störfum, ef við byrjuðum á t.d. vetrarstörfum úti við. sv. Hérna Einar Árnason 44656
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF Hvað svo með vorið? sv. Þá kom nú vorið, þá var nú ekki mikið um að vera nema að þeir yngri voru þá Einar Árnason 44657
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF En nú voru nautgripir ekki settir inn á veturna? sv. Jú, þeir voru allir inni á vetrin á þeim árum. Einar Árnason 44658
20.06.1982 SÁM 94/3879 EF Hvernig var þetta svo þegar menn fóru að fá fleiri tæki, var þá gert við þetta heimavið eða...? sv. Einar Árnason 44659
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF Unglingarnir sem fæddust í byggðinni og komu hingað, fóru heim. sp. Notuðu þeir þá sömu aðferð? sv Einar Árnason 44660
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF Hvernig var með fiskinn? sv. Fiskinn? Það var nú eitthvað af fiski þarna í Grunnavatnsbyggðinni.::: Einar Árnason 44662
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF En eru ekki einhverjar sögur um að menn hafi verið að villast á vatninu? sv. Við lentum ekki í því, Einar Árnason 44663
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF Hvar versluðuð þið helst fyrir heimilið? sv. Það var verslað fyrir heimilið. Þá voru verslanir í þe Einar Árnason 44664
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF Þú varst að tala um veiðarnar áðan. Geturðu ekki sagt mér meira frá þeim, ef við byrjum á vetrarveið Einar Árnason 44661
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF Manstu eftir einhverju sérstöku úr svona kaupstaðaferð þegar þú varst krakki? sv. Já, ég hafði kunn Einar Árnason 44665
20.06.1982 SÁM 94/3880 EF Talandi um þessar kaupstaðaferðir, hvaða – átti hver maður sinn vagn eða...? sv. Já, þeir áttu venj Einar Árnason 44666
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF Jæja, jú það var náttúrlega – það voru sumir þarna úr Mountain (?). Ég þekkti mann, konu sem að hafð Einar Árnason 44667
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF Já. Ef við eigum að tala um veðráttu. Þá er talað um að ef það væri í snjó að það væri skafrenning.. Einar Árnason 44668
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF Ef við snúum okkur að stjórninni þarna efra, hvernig var það byggt upp, kerfið? sv. Það er það sama Einar Árnason 44669
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF Þú varst að tala um skólann þarna áðan. Geturðu sagt mér frá skólahúsinu, hvernig var það? sv. Það Einar Árnason 44670
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF En þú varst að tala um íslensku orðin yfir veðrið. Þið hafið haft annars konar veður, þrumur? sv. J Einar Árnason 44671
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF Svo er nú í lokin, ef þú vilt segja einhverjar sögur af fólki sem að bjó í kringum þig? sv. Jaá. Ég Einar Árnason 44672
20.06.1982 SÁM 94/3881 EF Og svo var hin gamla konan, Ingibjörg, mitt uppáhald og hún bara sagði það sem henni datt í hug, stó Einar Árnason 44673
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Einar segir gamansögu af Daníel Halldórssyni er tengist veiðum og sundi í vatni. Einar Árnason 50144
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Einar segir gamansögu: "Sold out". Einar Árnason 50145
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Einar spurður út í drauma fyrir aflabrögðum. Hann trúði ekki á þá. Einar Árnason 50146
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Gamansaga um tungumálamisskilning fólksins sem talaði bæði ensku og íslensku. Einar Árnason 50147
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Tvær stuttar sögur. Ein af einkennilegum manni sem bjó í tjaldi og hafði þar orgel. Önnur af Færeyin Einar Árnason 50148
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Einar spurður út í Sergeant Anderson. Segir frá ósætti Íslendinga í messu hjá föður Einars. Einar Árnason 50149
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Saga af Fúsa nokkrum sem fékk föður Einars til að jarðsetja sig. Einar Árnason 50150
29.09.1972 SÁM 91/2790 EF Einar segir gamansögu af Fúsa nokkrum sem kenndi örðum manni, Sigurði, um allt sem miður fór. Einar Árnason 50151
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Einar segir gamansögu af Jóhannesi Færeyingi. Einar Árnason 50153
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Gamansaga af kvistgati sem Tryggvi nokkur "rak við í gatið". Einnig gamansaga af því hver væri húsbó Einar Árnason 50154
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Segir frá Íslendingi sem flutti í skyndi frá Kanada til Íslands aftur út af kvennamálum. Einar Árnason 50156
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Einar segir gamansögu, þar sem maður heyrði konu segja "snerirðu hænunum". Einar Árnason 50157
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Einar segir frá manni sem kom frá Íslandi og byggði sér alltaf kofa þar sem hann dvaldi. Um hann var Einar Árnason 50158
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Saga af manni sem var nískur og geymdi gott skyr í kofforti þar til það myglaði. Einar Árnason 50159
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Einar segir sögu af manni sem var undir hæl móður sinnar lengi vel. Sá átti hund sem hann sagði vera Einar Árnason 50160
29.09.1972 SÁM 91/2791 EF Saga af Fúsa sem eignaðist bíl og rúntaði um með skólakennara, unga stúlku, sem hann var hrifinn af. Einar Árnason 50165

Verkfræðingur

Eiríkur Valdimarsson uppfærði 6.04.2020