Stefán Ólafsson 1619-29.08.1688
<p>Stefán Ólafsson, prestur og skáld, fæddist í kringum árið 1619 á Kirkjubæ í Hróarstungu, N-Múl. Faðir hans var séra Ólafur Einarsson skáld í Kirkjubæ, en faðir Ólafs var Einar Sigurðsson prófastur og skáld í Heydölum. Móð- ir Stefáns var Kristín Stefánsdóttir prests í Odda, Gíslasonar.</p>
<p>Stefán lærði ungur hjá föður sínum, fór í Skálholtsskóla um 1638-39 og varð stúdent 1641. Hann var síðan í þjónustu Brynjólfs Sveinssonar biskups. Stefán fór utan 1643 og var skráður námsmaður í Háskólanum í Kaupmannahöfn haustið það ár. Hann vann þar einnig að þýðingum fyrir danska fornfræðinginn Ole Worm og var boðin staða í Frakklandi hjá Mazarin kardínála við þýðingar á fornritum. Hann afþakkaði það boð að ráði Brynjólfs biskups og varð attestatus, þ.e. fékk embættispróf í guðfræði.</p>
<p>Hann kom heim til Íslands 1648, fékk Vallanes á Fljótsdalshéraði, tók við staðnum vorið 1649 og hélt staðnum til æviloka. Hann var prófastur í Múlaþingi frá 1671 til æviloka.</p>
<p>Stefán var prýðilega vel gefinn maður og vel að sér. Hann hefur löngum verið talinn annað höfuðskáld Íslendinga á 17. öld, ásamt Hallgrími Péturssyni, einkum þó í veraldlegum kveðskap. Hann samdi m.a. Kvæðin Meyjarmissir, en fyrsta lína þess er „Björt mey og hrein“, og Raunakvæði, sem hefst á orðunum „Ég veit eina Baugalínu“.</p>
<p>Stefán var söngmaður mikill, söngfróður og samdi lög, var hið mesta karlmenni að burðum en þjáðist mjög af þunglyndi seinni hluta æviskeiðsins og varð að halda aðstoðarprest.</p>
<p>Heildarútgáfa á kvæðum Stefáns kom tvisvar út á 19. öld ásamt ævi- sögu og kom úrval ljóða hans, Ljóðmæli, út 1948.</p>
<p>Kona Stefáns var Guðrún Þorvaldsdóttir, en foreldrar hennar voru Þorvaldur Ólafsson bóndi á Auðbrekku í Hörgárdal og Halldóra yngri Jónsdóttir. Þau eignuðust átta börn, tvö syni sem urðu báðir prest- ar og sex dætur.</p>
<p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 29. ágúst 2015, bls. 43.</p>
Staðir
Vallaneskirkja | Prestur | 1648-1688 |
Erindi
- Björt mey og hrein 11 hljóðrit
- Hjartað þankar hugur sinni
- Heyr mig Jesú læknir lýða
- Kom faðir hæsti herra
- Vor fæðing er og sker
- Ei er andvakan góð
- Heyr þú guðs barnið góða
- Hver sér fast heldur
- Í Jesú nafni uppgá
- Herra þér skal heiður og virðing greiða
- Himnarós leið og ljós 2 hljóðrit
- Rís upp mín sál og bregð nú blundi
- Kær Jesú Kristi 3 hljóðrit
- Sólin upp runnin er
- Þennan tíð þungbært lýð
- Ég þekki Grýlu 12 hljóðrit
- Nú er hann kominn á nýja bæinn 4 hljóðrit
- Stássmey sat í sorgum 6 hljóðrit
- Oft vindar eik þjá
- Út á djúpið hann Oddur dró 6 hljóðrit
- Ekki fækkar ferðum 8 hljóðrit
- Lúkídor sem hollri hjörð 2 hljóðrit
- Ekki linnir umferðunum 58 hljóðrit
- Margt er manna bölið 3 hljóðrit
- Vandfarið er með vænan grip
- Bylur skeiðar virkta vel 2 hljóðrit
- Hvað mun því valda 3 hljóðrit
- Veraldarkringlan víð þó sé 1 hljóðrit
- Krúsarlögur kveikir bögur 8 hljóðrit
- Fallega spillir frillan skollans öllu 2 hljóðrit
- Hér er komin Grýla 9 hljóðrit
- Það fóru ekki sögur af því flagðinu fyrr 1 hljóðrit
- Þessi þykir grálunduð 1 hljóðrit
- Úti stóð á Víðivöllum 1 hljóðrit
- Gemsa meiðir 1 hljóðrit
- Eg spyr þig Ási góður 1 hljóðrit
- Díli minn er með dáðahestum talinn 1 hljóðrit
- Heiman ríður Húfa 1 hljóðrit
- Gunna það verk vann 1 hljóðrit
- Herra Junkur heim svo reið 1 hljóðrit
- Ekki er langt að leita 1 hljóðrit
- Þorsteinn hefur lim lest 1 hljóðrit
- Í húsi einu heyrði eg tal 2 hljóðrit
- Kepptist við að koma í Róm 1 hljóðrit
- Uxum fjórum á einum stað 2 hljóðrit
- Hott hott og hæ 2 hljóðrit
- Súptu á aftur Siggi minn 2 hljóðrit
- Hingað kom með kálfa tvo 5 hljóðrit
- Lúsidór þá blundi brá 1 hljóðrit
- Urriðar með uggagný 1 hljóðrit
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 16.05.2019