Halldór Finnsson 03.10.1736-15.03.1814

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1755. Lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1761. Vígður kirkjuprestur í Skálholti 17. júlí 1763, prófastur í Árnesþingi 1767. Fékk Hítardal 9. febrúar 1775, varð sama ár prófastur í Mýrasýslu og sagði því af sér 1790 og fékk lausn frá prestskap 1799. Fékk verðlaun fyrir framkvæmdir í búskap frá danska landbúnaðarfélaginu. Sköruglegur maður að sjá, hógvær og gætinn en þótti stundum nokkuð hégómlegur í tali. Eftir hann er prentuð ritgerð nokkur fyrir altarisgöngufólk, er hann kallaði Guðs barna borðskikk (Leirárg. 1798)

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 252-53.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 17.07. 1763-1775
Hítardalskirkja Prestur 09.02. 1775-1814

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2014