Kristjana Þorsteinsdóttir -

... Ófáir píanóleikarar spiluðu undir kvikmyndasýningum í Gamla bíói meðan þöglu myndirnar réðu ríkjum, þeirra á meðal var Kristjana Þorsteinsdóttir síðar píanókennari, sem hóf þar störf árið 1918, þá nýlega fermd. Átta ára hafði hún byrjað að læra á píanó og aðeins 11 ára var hún farin að aðstoða við píanókennslu. Af frásögn Kristjönu Þorsteinsdóttur má ýmislegt fræðast um aðbúnað og störf undirleikara við þöglar myndir, en starfinu lýsti hún m.a. í blaðaviðtali við Erlend Sveinsson kvikmyndagerðarmanna í Vísi árið 1979.

Á undan Kristjönu spilaði m.a. Sigrún Jónsdóttir við sýningar í Gamla bíói. Kristjana sagði svo frá tilhögun þess, að hún fékk það hlutverk að skapa hið seiðandi andrúmsloft á sýningum þöglu myndanna: „Ég veit ekki hversu lengi ... [Sigrún] spilaði, en eftir að móðir hennar veiktist fannst henni hún ekki geta spilað á meðan. Þá fékk Petersen bíóstjóri hinar og þessar dömur hérna úr bænum, sem spiluðu sitthvert kvöldið. Eins spilaði sorgarmars, þegar verið var að dansa foxtrott og önnur eitthvað fjörugt þegar það átti að vera alvarlegt. Þetta var allt öfugt hjá þeim. Svona gekk þetta í viku. Hann var alveg í vandræðum. Þá var það að Petersen hringdi í mig. Hann vissi að ég spilaði, vegna þess að mágkona hans og ég vorum miklar vinkonur. Hann spurði mig hvort ég vildi spila. Ég sagðist skyldi gera það. Eftir sýninguna fyrsta kvöldið sem ég spilaði í bíóinu, komu dyraverðirnir Jóhannes Jónsson og Guðmundur Guðmundsson, þá strákar undir tvítugu, hlaupandi inn til mín og segja: „Hann er svo hrifinn, að hann ætlar að ráða þig.“ Ég var ráðin, fékk 50 krónur á mánuði og var bundin öll kvöld og alla sunnudaga.“ Píanóleikarinn ungi þótti standa sig með mikilli príði, en starfið var erfitt og aðbúnaður í bíóinu upp á marga fiska...

Úr Á ladarafmæli kvikmyndalistarinnar - Tónar, tal og kvikmyndir. Lesbók Morgunblaðsins. 24. júní 1995, bls. 6


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.02.2020