Atli Heimir Sveinsson 21.09.1938-20.04.2019

Atli Heimir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni, lauk stúdentsprófi frá MR 1958, prófi í forspjallsvísindum við HÍ 1959, lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule für Musik í Köln 1963, nam raftónlist við Raftónverið í Bilthoven í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik 1965.

Atli var tónlistarkennari við MR 1968-77 og hefur verið tónlistarkennari í tónsmíðum og tónfræðum við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1977. Þá hefur hann annast tónlistarþætti fyrir Ríkisútvarpið öðru hverju um árabil frá 1971.

Atli var formaður Tónskáldafélags íslands 1972-83, formaður Norræna tónskáldaráðsins 1974-76, sat í stjórn Bandalags íslenskra listamanna um skeið, sat í stjórn listahátíðar, sat í dómnefnd International Society for Contemporary Music 1973, Norrænna músíkdaga 1974 og International Gaudeamus Competition 1978.

Atli hlaut tónlistarverðlaun Norðurlanda 1976 og L'ordre du merite culturel frá Póllandi 1978.

Atli er í hópi virtustu tónskálda hér á landi. Hann hefur samið fjölda tónverka, s.s. einleikskonserta, hljómsveitarverk, kammerverk og einleiksverk. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leikhús.

Atli Heimir Sveinsson sextugur. Dagblaðið Vísir - DV. 21. september 1998, bls. 42.

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -1958
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Tónistarháskólinn í Köln Háskólanemi -1963
Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólakennari 1968-1977
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarkennari 1977-

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, menntaskólakennari, nemandi, píanóleikari, tónlistarkennari, tónlistarnemandi og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.04.2019