Ólafur Kristjánsson 07.12.1935-

<p>Ólafur fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum á Ísafirði 1956, öðlaðist meistarabréf í málaraiðn 1960, lauk námi sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1962 og stundaði framhaldsnám í blásturshljóðfæraleik og tónfræði við sama skóla 1963.</p> <p>Ólafur var málarasveinn hjá föður sínum Kristjáni Friðbjörnssyni 1952-56 og fékk meistarabréf 1960. Á starfsferlinum útskrifaði Ólafur þrjá málarasveina.</p> <p>Ólafur bjó í Bolungarvík frá 1956, var síðan fimm ár í Reykjavík við nám og tónlistarstörf á veturna en málaði fyrir vestan á sumrin. Hann var stofnandi og skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur 1964-87, bæjarstjóri í Bolungarvík 1987-2002, auk þess sem hann var þar hafnarstjóri til 2002 og framkvæmdastjóri heilsugæslu- og sjúkrahúss Bolungarvíkur 1987-2002 og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Bolungarvíkur 2002-2005.</p> <p>Ólafur sat í hreppsnefnd Hólshrepps 1966-74, í bæjarstjórn Bolungarvíkur 1974-2002, var forseti hennar 1974-87, sat í bæjarráði, hafnarstjórn og fjölmörgum nefndum á vegum bæjarfélagsins, í stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða 1974-84 og formaður þess 1982-84, í Orkunefnd Vestfjarða 1977-87 og formaður hennar í átta ár, í stjórn Heilbrigðisráðs Vestfjarða 1981-89, var annar varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1987-91, sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1990-98, í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 1990-98, í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 1990-98 og í stjórn Brunabótafélags Íslands 1995-2015.</p> <p>Ólafur lék á yngri árum á harmóniku á sveitaböllum við Ísafjarðardjúp og á píanó og víbrafón í Hljómsveit Villa Valla, lék með Hljómsveit Erics Hubner á Keflavíkurflugvelli og ýmsum tónlistarmönnum í Reykjavík, og lék m.a. undir hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Hann stjórnað ýmsum kórum, lúðrasveitum Tónlistarskólans á Ísafirði og í Bolungarvík</p> <p>Ólafur lék inn á geisladisk árið 1999 sem bar heitið Gamlar minningar, með dóttur sinni, Eddu Borg, tengdasyninum Bjarna Sveinsbjörnssyni á bassa og Pétri Grétarssyni á trommur.</p> <p>Hvernig fór það saman að vera málarameistari, frumkvöðull í tónlistarlífi og síðan bæjarstjóri?</p> <p>„Alveg einstaklega vel. Um skeið var ég eini málarameistarinn í Bolungarvík og málaði því flest hús þar og báta. Ég var svolítið litaglaður og gaf því bænum lit.</p> <p>Um tónlistina er það að segja að hún sameinar fólk, flytjendur og hlustendur, en það er einmitt afar mikilvægur eiginleiki í pólitík. Fleiri stjórnmálamenn mættu því leggja fyrir sig málaraiðn og tónlist.“ ...</p> <p align="right">Íslendingar. Morgunblaðið. 7. desember 2015, bls. 22-23.</p>

Staðir

Iðnskólinn á Ísafirði Nemandi -1956
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1963
Tónlistarskóli Bolungarvíkur Skólastjóri 1964-1987
Bolungarvík Bæjarstjóri 1987-2002

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Villa Valla Píanóleikari og Víbrafónleikari

Viðtöl


Bæjarstjóri , harmonikuleikari , nemandi , píanóleikari , skólastjóri , stjórnandi , tónlistarnemandi , tónmenntakennari og víbrafónleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.12.2015