Halldór Smárason 03.03.1989-

Halldór hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar sjö ára gamall og lauk framhaldsprófi í píanóleik samfara stúdentsprófi vorið 2009. Aðalkennari hans við skólann var Sigríður Ragnarsóttir. Haustið eftir stúdentspróf fluttist Halldór suður til Reykjavíkur og hóf nám við tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Þaðan lauk hann B.A.-gráðu í tónsmíðum vorið 2012.

Í gegnum árin hefur Halldór komið margoft fram við hin ýmsu tilefni, jafnt einn sem og með öðrum, og leikið inn á hljómdiska.

Halldór varð, ásamt tveimur öðrum, hlutskarpastur í verkefninu Leit að nýjum tónskáldum sem Við Djúpið stóð fyrir vorið 2011 og var verk hans Grunnavík fyrir óbókvartett frumflutt á hátíðinni það ár.

Af vef tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið 2012.


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.11.2013