Sigurður Pálsson 08.07.1901-13.07.1987

Prestur, vígslubiskup. Stundaði nám við Alþýðuskóla í Haslev í Danmörku 1920-21. Stúdent frá MR 1928. Cand. theol. frá HÍ 14. febrúar 1933. Veitt Hraungerðisprestakall 9. maí 1933 frá 1. júní sama ár og vígður 28. maí sama ár. Settur prófastur í Árnesprófastsdæmi 22. febrúar 1965 frá og með 1. júní sama ár. Skipaður vígslubiskup Skálholtsbisakupsdæmis 25. október 1966 frá 1. september sama ár. Vígður í Skálholtskirkju 4. september 1966. Lausn frá embætti prests og prófasts 21. október 1971 frá og með 1. desember sama ár. Settur sóknarprestur í Reykhólaprestakalli frá 15. september 1972 til 1. nóvember 1977. Lausn frá embætti vígslubiskups 1. ágúst 1983.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 770-71

Staðir

Hraungerðiskirkja Prestur 09.05.1933-1956
Selfosskirkja Prestur 1956-01.08.1983
Reykhólakirkja Prestur 15.09.1972-01.11.1977

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

4 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
24.07.1971 SÁM 86/641 EF Passíusálmar: Upp upp mín sál og allt mitt geð Sigurður Pálsson 25432
24.07.1971 SÁM 86/641 EF Passíusálmar: Stríðsmenn Krist úr kápunni færðu Sigurður Pálsson 25433
24.07.1971 SÁM 86/641 EF Passíusálmar: Gefðu að móðurmálið mitt Sigurður Pálsson 25434
24.07.1971 SÁM 86/641 EF Nóttin var sú ágæt ein, sungið við lag eftir heimildarmann sjálfan Sigurður Pálsson 25435

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 11.12.2018