Guttormur Pálsson 07.01.1775-05.08.1860

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1793. Fór utan 1798 og lauk aðgönguprófi í Hafnarháskóla 29. apríl 1799 með 1. einkunn. Settur rektor Reykjavíkurskóla og var það til 1804. Fékk Hólma 9. janúar 1807 og varð prófastur í Suður-Múlasýslu 1817 en sagði því af sér 1846 vegna sjóndepru. Fékk Vallanes 22. september 1821. Lét af prestskap 1849. Fjölhæfur maður og manna best að sér. Kenndi mörgum. Góður læknir og lögfræðingur. Skrifaði ýmislegt um skólamál.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 223-24.</p>

Staðir

Vallaneskirkja Prestur 22.09.1821-1849
Hólmakirkja Prestur 09.01.1807-1821

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 17.09.2019