Guðbrandur Jónsson 20.01.1641-05.10.1690

<p>Prestur. Stúdent 1661 frá Skálholtsskóla. Varð guðfræðingur frá Hafnarháskóla 1663 og vígðist aðstoðarprestur föður síns í Vatnsfirði 15.október 1665 og tók við prestakallinu 1673 og varð um leið prófastur í nyrðra umdæminu og hélt hvorutveggja til dauðadags. Hann var og prófastur í Strandasýslu 8. júlí 1674-1683 er hann sagði því af sér. Hann var merkur kennimaður og mikils virtur, einn þeirra sem tilnefndur var til Hólabiskups en var reyndar látinn er það kom fram.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 112. </p>

Staðir

Vatnsfjarðarkirkja Aukaprestur 15.10.1665-1673
Vatnsfjarðarkirkja Prestur 1673-1690

Aukaprestur , prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.08.2015