Magnús Pétursson -14.06.1686

Var orðinn prestur í Meðallandsþingum 1628, fékk Kálfafell 1630 og Þykkvabæjarklaustursprestakall 1659 og hélt því til æviloka.Prófastur í Skaftafellsþingi 17. október og hélt því til æviloka. Hann var mikilhæfur maður, drykkfelldur til muna svo að við lá að hann missti prestskap vegna afglapa. Hjátrúarfullur, þunglyndur og jafnvel sturlaður á geðsmunum. Skáldmælturog til eru eftir hann kvæði, s.s. Tyrkjasvæfa.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ III bindi, bls. 451.

Staðir

Langholtskirkja Prestur -1630
Kálfafellskirkja Prestur 1630-1640
Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur 1640-1659
Kirkjubæjarklausturskirkja Prestur 1659-1686

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.12.2013