Þorlákur Þórarinsson 20.12.1711-09.07.1773

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1731 og varð sama ár djákni á Möðruvöllum, missti þar prestskaparréttindi 1733 vegna barneignar með konu þeirri er hann átti síðar. Fékk uppreisn 1735 og Möðruvelli 1745 og hélt til æviloka. Varð prófastur í Vaðlaþingi 1751 en sagði því af sér 1753. Hann var lipurmenni, andríkur kennimaður og er eftir hann Þorlákskver, lítið bænakver o.fl. Drukknaði í Hörgá.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 169.

Staðir

Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 28.11.1745-09.07.1773

Djákni, prestur, prófastur og skáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.04.2017