Sigríður Pálmadóttir 25.11.1939-

<p>Sigríður Pálmadóttir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Laugarnesskóla og MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1959.</p> <p>Haustið 1959 hóf Sigríður nám við Tónlistarháskólann í Köln í Þýskalandi. Um var að ræða námsbraut sem menntaði nemendur til kennslustarfa í svokölluðum „Jugendmusik“- skólum, tónlistarskólum fyrir börn og unglinga. Í skólum þessum var auk hefðbundins hljóðfæranáms lögð áhersla á hópkennslu þar sem söngur, hreyfing, hljóðfæraleikur og hlustun fléttaðist saman á ýmsa vegu.</p> <p>Að loknu kennaraprófi 1963 var Sigríður ráðin við Barnamúsíkskól- ann í Reykjavík, seinna Tónmennta- skóla Reykjavíkur, og starfaði þar til 1987. Þá tók við kennsla í Fóstur- skóla Íslands, á leikskólabraut KHÍ og loks á menntavísindasviði HÍ til starfsloka 2010.</p> <p>Skólaárið 1993-94 var Sigríður við tónlistarnám í Lyon, Frakklandi þar sem hún lauk prófi í kennslufræðum tónlistar sem kennd eru við belgíska tónlistar- og fræðimanninn Edgar Willems: „Ég fékk snemma áhuga á að skoða tónlistina sem samskiptaform. Sem slík á hún sér margvíslegar birtingarmyndir. Tónlistarþroski ungra barna er mér líka hugleikinn. Að upplifa hvernig þau greina hljóðumhverfi sitt, margvíslegar tilraunir þeirra við að framkalla hljóð og fyrstu söngsstefin. Fyrir mér er þetta alltaf ævintýri.</p> <p>Svo er það stóra spurningin hvernig kennari kemur til móts við þennan sköpunarkraft barnanna.</p> <p>Ég miðlaði reynslu minni í bók sem Forlagið gaf út árið 2010 og heitir Tónlist í leikskóla. Undirtitill bókarinnar er Það verður hverjum list sem hann leikur. Þennan gamla málshátt túlka ég á minn hátt, hef hann sem einkunnarorð fyrir fjölbreytt, þroskandi tónlistaruppeldi sem sé aðgengilegt öllum börnum.</p> <p>Sem stendur vinn ég ásamt Margréti dóttur minni við að þýða úr ensku og staðfæra námsefni í fiðluleik fyrir ung börn. Það er mjög ánægjulegt verkefni og tilhlökkunarefni að koma því í gagnið.</p> <p>Þá liggur á borðshorninu efni sem ég fékk fyrir margt löngu frá Árnastofnun. Ég vann úr því og birti tvær greinar um barnagælur og þululög. Þarna hef ég hug á að halda áfram. En það bíður enn um sinn.“</p> <p>Eiginmaður Sigríðar er Kristján Sæmundsson, f. 9.3. 1936, jarðfræðingur. Hann er sonur Sæmundar Einarssonar kennara, og k.h., Guðborgar Sturlaugsdóttur húsfreyju.</p> <p>Börn Sigríðar og Kristjáns eru Trausti, f. 17.4. 1964, tölvunarfræðingur, kvæntur Sherri Kristjánsson Pilatesþjálfara og eiga þau eitt barn; Margrét, f. 4.8.1967, fiðluleikari, gift Karli Roth tölvunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Þorbjörg, f. 14.8.1968, kennari gift Sigfinni Val Viggóssyni tölvunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.</p> <p align="right">Morgunblaðið 25. nóvember 2014, bls. 26.-27.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

2 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
05.07.2002 SÁM 02/4023 EF Námskeið um þulur og barnagælur á Þjóðlagahátíð, fyrri hluti. Sigríður og Ása kenna saman Ása Ketilsdóttir og Sigríður Pálmadóttir 39128
05.07.2002 SÁM 02/4024 EF Námskeið um þulur og barnagælur á Þjóðlagahátíð, seinni hluti. Sigríður og Ása kenna saman Ása Ketilsdóttir og Sigríður Pálmadóttir 39129

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarkennari og tónlistarmaður

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.02.2020