Gunnar Valdimarsson 16.06.1900-18.10.1989

Gunnar fæddist á Vöglum í Blönduhlíð í Miklabæjarsókn í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gunnarsdóttir, fædd 1866, og Valdimar Bjarnason, fæddur 1873. Gunnar átti fjögur systkini en þau heita Pétur, fæddur 1896, Helgi Ingimar, fæddur 1898, Grímur Benedikt, fæddur 1898 og Baldvina Guðrún, fædd 1905. Gunnar bjó hinsvegar ekki lengi á Vöglum með fjölskyldu sinni þar sem hann er skráður á manntalsvefnum sem tökubarn árið 1910 á bænum Víðivöllum í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð. Gunnar var bóndi í Víkurkoti í Blönduhlíð frá árunum 1928-1934 en skráður húsmaður á Víðivöllum. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Amalíu Sigurðardóttur, fædd 1890, en þau giftust árið 1933. Hún var ekkja og átti fimm börn með Jóni Árnasyni frá Reykjum í Tungusveit sem lést árið 1926 en Gunnar tók börnin að sér. Hjónin eignuðust einungis eina dóttur saman. Gunnar var bóndi en starfaði jafnframt sem vörubílstjóri og tók að sér póstferðir um nokkurt skeið. Hann seldi Víðimýri, að undanskildu 3/8 af jörðinni, árið 1947. Á þeim hluta byggði hann nýbýlið Víðimel en þau hjónin bjuggu þar frá 1947 til 1963 þar til þau fluttu að lokum til Sauðárkróks á Freyjugötu 19 og bjuggu þar síðustu árin sín. Eiginkona hans, Amalía lést árið 1967 en Gunnar lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1989.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

88 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
29.08.1975 SÁM 93/3760 EF Æviatriði, var hjá foreldrum sínum til 10 ára aldurs en þá varð hann léttadrengur á Víðivöllum; var Gunnar Valdimarsson 41180
29.08.1975 SÁM 93/3760 EF Vann eitt sumar í símavinnu og við að flytja símastaura upp á Öxnadalsheiði; síðan smíðaði hann sér Gunnar Valdimarsson 41181
29.08.1975 SÁM 93/3760 EF Varð landpóstur á milli Sauðárkróks og Akureyrar árið 1932; um póstflutninga áður, bílar voru farnir Gunnar Valdimarsson 41182
29.08.1975 SÁM 93/3760 EF Til að gefa mynd af póstferðunum, segir Gunnar frá fyrstu póstferð sinni í janúar 1932 Gunnar Valdimarsson 41183
29.08.1975 SÁM 93/3760 EF Um eldri landpósta, Sigurjón Sumarliðason, Kristján frá Jódísarstöðum og Guðmundur Ólafsson; fór ein Gunnar Valdimarsson 41184
29.08.1975 SÁM 93/3760 EF Um útbúnað póstsins í póstpokum; og um klæðnað og skófatnað í póstferðunum; stundum með skíðasleða o Gunnar Valdimarsson 41185
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Lýsing á því hvernig skíði voru smíðuð Gunnar Valdimarsson 41186
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Fólk bað póstinn oft að kaupa eitthvað fyrir sig á Akureyri, en hann gat það ekki alltaf; verra var Gunnar Valdimarsson 41187
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Menn vildu verða samferða póstinum yfir heiðina; Gunnar segir frá einu slíku ferðalagi Gunnar Valdimarsson 41188
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Ferðin tók yfirleitt um fimm daga og sá tími fór mest í ferðalög; í skammdeginu var oft ömurlegt fyr Gunnar Valdimarsson 41189
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Í góðu færi var röskur þriggja tíma gangur á milli Kota og Bakkassels; hestur valdi betri leið í fer Gunnar Valdimarsson 41190
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Sagt frá ferð þar sem mikill vöxtur var í ám, en margt fólk á ferð; Valagilsá hafði flætt út úr farv Gunnar Valdimarsson 41191
29.08.1975 SÁM 93/3761 EF Sagt frá ferð þar sem hesturinn bjargaði Gunnari í stórhríðarbyl Gunnar Valdimarsson 41192
29.08.1975 SÁM 93/3762 EF Nefndir gististaðir á póstferðunum, þurfti ekki að borga fyrir fæði og húsnæði en stundum fyrir hey Gunnar Valdimarsson 41193
29.08.1975 SÁM 93/3762 EF Um veg yfir Öxnadalsheiði og vegagerð; sagt frá fyrstu bílferðum yfir heiðina; fyrstur var bílstjóri Gunnar Valdimarsson 41194
29.08.1975 SÁM 93/3762 EF Segir frá glæfraför þar sem hann fór yfir Norðurá á klakaspöng, en hún hrundi rétt eftir að hann kom Gunnar Valdimarsson 41195
29.08.1975 SÁM 93/3762 EF Sagt frá villugjörnum stöðum á heiðinni og vinnukonunni á Bakka í Öxnadal sem fann ekki bæinn þegar Gunnar Valdimarsson 41196
29.08.1975 SÁM 93/3762 EF Meira um póstferðirnar, um bréfatöskuna og hvað þurfti að bera; skráning yfir póstflutninginn og fle Gunnar Valdimarsson 41197
30.08.1975 SÁM 93/3762 EF Um fyrstu bílana sem koma í Skagafjörð, fyrstu ferð Gunnars á vörubíl sínum frá Sauðárkróki fram í B Gunnar Valdimarsson 41198
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Um fólksflutninga: farið kostaði krónu, en fólk var oft ekki með peninga á sér og fékk skrifað Gunnar Valdimarsson 41199
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Flutningur á símastaurum á Öxnadalsheiði; vegurinn var vondur og bíllinn festist oft, tveir bílstjór Gunnar Valdimarsson 41200
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Varahlutaþjónusta og viðgerðir á bílunum, tveir menn á Sauðárkróki voru hjálplegir, varahlutir fengu Gunnar Valdimarsson 41201
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Sagt frá mismunandi flutningi: fólki sem gat orðið um 20 manns í ferð; sláturafurðir á haustin, bygg Gunnar Valdimarsson 41202
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Spurt hvað langan tíma tók að aka á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, en það var mjög misjafnt; Gunn Gunnar Valdimarsson 41203
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Bensín var komið í Víðimýri og á Miklabæ hjá séra Lárusi; menn þurftu að hafa með sér bensín í dunk, Gunnar Valdimarsson 41204
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Um ökunám og ökukennslu; meirapróf og fleira Gunnar Valdimarsson 41205
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Gunnar segir frá því að hann hafi gefist upp á akstrinum og farið að stunda búskap; bjó fyrst á Víði Gunnar Valdimarsson 41206
30.08.1975 SÁM 93/3763 EF Fyrsta bílinn átti Gunnar í félagi við séra Lárus á Miklabæ; fyrsta bílinn sem hann átti einn fékk h Gunnar Valdimarsson 41207
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Bernskuminningar frá Keldulandi á Kjálka; fyrsta minningin um stórhríð um páska; síðan um leiki þeir Gunnar Valdimarsson 41208
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Dálítið var um gestakomur þó að afskekkt væri á Keldulandi; Jóhann Höskuldur Stefánsson kom oft og k Gunnar Valdimarsson 41209
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Frá Keldulandi fór Gunnar að Víðivöllum; faðir hans var með berkla og heimilið var leyst upp 1910; s Gunnar Valdimarsson 41210
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Var á Víðivöllum til 1934, leiddist mjög fyrst, allt var frábrugðið því sem hann var vanur; tók mest Gunnar Valdimarsson 41211
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Sagt frá fráfærum og yfirsetu á Keldulandi Gunnar Valdimarsson 41212
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Segir frá fólkinu sem var heimilisfast á Víðivöllum; meðal annars Þorkell sem smíðaði skeifur og var Gunnar Valdimarsson 41213
09.09.1975 SÁM 93/3764 EF Lýsing á túnasléttun með undirristuspaða Gunnar Valdimarsson 41214
09.09.1975 SÁM 93/3765 EF Haldið áfram að lýsa túnasléttun, sléttuhnallur notaður árið eftir að rist var ofan af Gunnar Valdimarsson 41215
09.09.1975 SÁM 93/3765 EF Spurt um skemmtanir á Víðvöllum, sagt frá leikjum og vinnu barnanna; og vetrarvinnu fólks, tóvinnu; Gunnar Valdimarsson 41216
09.09.1975 SÁM 93/3765 EF Haldið áfram að segja frá Jóni dagbók, ráðning á gátu sem er tvíræð; einnig farið með vísur eftir Jó Gunnar Valdimarsson 41217
09.09.1975 SÁM 93/3765 EF Sögnin af hvarfi Odds á Miklabæ og Miklabæjar-Solveigu; leiðist síðan út í staðhætti við Miklabæ og Gunnar Valdimarsson 41219
09.09.1975 SÁM 93/3765 EF Spurt um tvísöng, helstu söngvararnir voru Ólafur í Álftagerði og bróðir hans Hjörleifur (Marka-Leif Gunnar Valdimarsson 41218
09.09.1975 SÁM 93/3766 EF Haldið áfram að tala um Héraðsvötn, hvernig þau breyta sér og hvers vegna Gunnar Valdimarsson 41220
09.09.1975 SÁM 93/3766 EF Snúa sér aftur að sögunni um Miklabæjar-Solveigu og hvarf séra Odds; um það þegar bein Solveigar vor Gunnar Valdimarsson 41221
09.09.1975 SÁM 93/3766 EF Ráðskonupyttur fyrir utan Víðivallatúnið heitir svo þar sem ráðskona á Víðivöllum lenti í pyttinum o Gunnar Valdimarsson 41222
09.09.1975 SÁM 93/3766 EF Um vöð á Héraðsvötnum Gunnar Valdimarsson 41223
09.09.1975 SÁM 93/3766 EF Spurt um skemmtanir, en það snýst upp í sögu af því þegar huldubarn sást með krökkunum á Víðivöllum; Gunnar Valdimarsson 41224
09.09.1975 SÁM 93/3766 EF Gunnar heyrði harmonikkuleik í kletti þegar hann var í hjásetunni og hundurinn heyrði það líka Gunnar Valdimarsson 41225
09.09.1975 SÁM 93/3767 EF Sagt frá fráfærum og hjásetu og inn í fléttast fróðleikur um slátrun, matreiðslu og fleira Gunnar Valdimarsson 41226
09.09.1975 SÁM 93/3767 EF Sagt frá garðrækt og skógrækt Lilju á Víðivöllum Gunnar Valdimarsson 41227
09.09.1975 SÁM 93/3768 EF Haldið áfram að tala um verkin við túnaræktun, taðkvörn lýst, einnig kláru og sagt frá notkun slóða Gunnar Valdimarsson 41228
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Um túnasléttun; aðferðir og áhöld Gunnar Valdimarsson 41257
09.09.1975 SÁM 93/3771 EF Um vinnslu taðs til eldiviðar Gunnar Valdimarsson 41258
09.09.1975 SÁM 93/3772 EF Haldið áfram að tala um tað og áhöldin sem notuð voru Gunnar Valdimarsson 41259
09.09.1975 SÁM 93/3772 EF Um ullarþvott og sölu á ull Gunnar Valdimarsson 41260
09.09.1975 SÁM 93/3772 EF Heyskapur, slegið með orfi og rakað með hrífu; talað um rakstrarkonu eða heygrind, um að slá í votle Gunnar Valdimarsson 41261
09.09.1975 SÁM 93/3772 EF Um umgengni og reglusemi með verkfæri; sögð endurminning af því á Víðivöllum Gunnar Valdimarsson 41262
09.09.1975 SÁM 93/3772 EF Snúa sér aftur að heyskap og talað um heysleða og hvenær farið var að nota aktygi; í lokin er minnst Gunnar Valdimarsson 41263
09.09.1975 SÁM 93/3773 EF Rætt um tækninýjungar við heyskap, sláttuvélar, rakstrarvélar og snúningsvélar Gunnar Valdimarsson 41264
09.09.1975 SÁM 93/3773 EF Um göngur og réttir; Gunnar rifjar upp eitt skipti; inn í fléttast samtal um áfengisneyslu og endurm Gunnar Valdimarsson 41265
09.09.1975 SÁM 93/3773 EF Um slátrun, lýsing á heimaslátrun og einnig á leiðinni sem farið var með sláturfé út á Sauðárkrók; e Gunnar Valdimarsson 41266
09.09.1975 SÁM 93/3773 EF Eftir sláturtíð tekur við að hreinsa mykjuna út og flytja á tún; lýsing á kláf Gunnar Valdimarsson 41267
09.09.1975 SÁM 93/3773 EF Tað og mór fluttur heim að bæ á haustin Gunnar Valdimarsson 41268
09.09.1975 SÁM 93/3773 EF Vetrarstörfin eru handavinna og umhirða skepnanna; alltaf farið í fjós á sama tíma; féð látið út sne Gunnar Valdimarsson 41269
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Um verkaskiptingu á milli karla og kvenna, karlar sáu um sauðfé, konur mjólkuðu en karlar gáfu kúnum Gunnar Valdimarsson 41270
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Lok umræðu um vetrarstörfin: ekki lesið upphátt á kvöldin; lesinn húslestur; einnig spurt um hjátrú Gunnar Valdimarsson 41271
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Upprifjun á því er Gunnar hirti fé á unga aldri, um meðferð ljóssins; frásögnin snýst um hagsýni og Gunnar Valdimarsson 41272
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Spurt um það að gera upp tagl, eini sem það gerði var Guðmundur Sveinsson á jarpa klárnum sínum; hef Gunnar Valdimarsson 41273
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Áfram rætt um Guðmund Sveinsson, sem var markglöggur og fór oft í réttir annars staðar; minnst á fer Gunnar Valdimarsson 41274
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Um hrossakjötsát, ekki algengt að fólk borðaði ekki hrossakjöt en þó var það til; í frásögn af fólki Gunnar Valdimarsson 41275
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Um hrossamarkaði og hestaútflutning Gunnar Valdimarsson 41276
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Um að járna kýr, Gunnar veit af því en hefur ekki reynsluna; frásögn af bóndanum í Hálfdanartungum s Gunnar Valdimarsson 41277
09.09.1975 SÁM 93/3774 EF Um það að þvo hendur sínar úr hlandi Gunnar Valdimarsson 41278
09.09.1975 SÁM 93/3775 EF Um matreiðslunámskeið og sundnámskeið sem Gunnar sótti sem unglingur; hann lærði líka að sauma; barn Gunnar Valdimarsson 41279
09.09.1975 SÁM 93/3775 EF Gunnar var eitt sumar á Dagverðareyri á meðan var verið að byggja verksmiðju og íbúðarbragga; rifjar Gunnar Valdimarsson 41280
09.09.1975 SÁM 93/3775 EF Um skemmtanalíf í Blönduhlíð, fóru á böll á Úlfsstöðum og á Ökrum, spilað á harmonikku og taldir upp Gunnar Valdimarsson 41281
09.09.1975 SÁM 93/3775 EF Um vöruflutninga á ísasleða, hægt að flytja 10 hestburði á sleða Gunnar Valdimarsson 41282
09.09.1975 SÁM 93/3775 EF Man eftir Kötlugosi 1918; um tíðarfar 1916, 1918, 1920; endurminning um daginn áður fór að hlána vet Gunnar Valdimarsson 41283
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Sagt frá barnasamkomum sem Lilja á Víðivöllum hélt og sagt aðeins frá Lilju Gunnar Valdimarsson 41284
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Beinakerlingavísur: Gunnar segir frá þeim og fer með þrjár vísur sem ortar voru af Sigurjóni á Syðst Gunnar Valdimarsson 41285
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Um myllur, vatnsmylla var á Víðivöllum; á mörgum bæjum voru handkvarnir Gunnar Valdimarsson 41286
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Smiðja var á Víðivöllum og Þorkell smíðaði skeifur og ljábakka og fleira; síðan spurt um þrúgur en G Gunnar Valdimarsson 41287
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Spurt um fjósbaðstofur, ein slík var í Sólheimagerði Gunnar Valdimarsson 41288
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Um það að skilja við foreldra sína ungur Gunnar Valdimarsson 41289
09.09.1975 SÁM 93/3776 EF Um mataræði: máltíðir dagsins á virkum degi á Víðivöllum; skammtað á jólunum; mismunur á mataræði á Gunnar Valdimarsson 41290
09.09.1975 SÁM 93/3777 EF Gunnar talar um veru sína á Víðimýri ásamt kaup á jörðinni árið 1933 en hjónin voru nýgift það sumar Gunnar Valdimarsson 44254
09.09.1975 SÁM 93/3777 EF Gunnar fjallar um fyrsta vorið á Víðimýri þegar dóttir hjónanna smitast af kíghósta og þjáist af vei Gunnar Valdimarsson 44255
09.09.1975 SÁM 93/3777 EF Gunnar fjallar um mæðiveikina þegar hún kemur á bæinn seinni part vetrar árið 1936 en hann missti mi Gunnar Valdimarsson 44256
09.09.1975 SÁM 93/3777 EF Gunnar fjallar um vegavinnu á Vatnsskarði en hann vann þar eitt til tvö sumur en þar var hann með fj Gunnar Valdimarsson 44257
09.09.1975 SÁM 93/3777 EF Gunnar segir frá þegar þau hjónin byggja við Víðimel árið 1948 en Gunnar bjó þar þar til hjónin flut Gunnar Valdimarsson 44258

Tengt efni á öðrum vefjum

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 7.12.2018