Salbjörg Hotz (Salbjörg Sveinsdóttir Hotz) 05.08.1953-

Salbjörg Sveinsdóttir Hotz, er íslenskur píanóleikari sem býr í Sviss. Salbjörg hóf píanónám í Tónlistarskóla Ísafjarðar hjá Ragnari H. Ragnar. Hún fór síðan til framhaldsnáms hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og útskrifaðist vorið 1979 með burtfararpróf í píanóleik. Sama ár hélt Salbjörg til Austurríkis og dvaldi þar næstu fimm árin við píanónám hjá austurríska píanóleikaranum Igo Koch í Tónlistarskóla Vínarborgar. Frá árinu 1985 var hún við píanókennslu á Íslandi, þar til hún flutti til Haifa í Ísrael árið 1989. Í Haifa kom hún m. a. fram á tónleikum, aðallega sem meðleikari með söngvurum og hljóðfæraleikurum frá ýmsum löndum.

Árið 1993 flutti Salbjörg frá Ísrael til Sviss, þar sem hún hefur meðal annars starfað síðan við kennslu og píanóleik. Einnig hefur hún tekið þar þátt í nokkrum kammermúsíktónleikum og stundað tónsmíðar. Tónsmíðanámskeið sótti hún við Tónlistarskólann í Zürich á árunum 2000-2001.

Tónlist.is – 4. nóvember 2013.


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari, teiknari og tónskáld
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.11.2013